Clip in - smellt í smellt úr


Clip In eru sniðug lausn & eru ætlaðar til notkunar í skemmri tíma, td við sérstök tilefni & þessháttar.  Clip In eru til í mismunandi útgáfum; síddum, öllum litum, þyngdum & gæðum.  Hjá okkur eru bæði til Clip In sett & einnig tögl sem láta taglið þitt verða þykkara & síðara.
Ef að þú ert að leita að þykkingu / fyllingu / sídd í einstöku skipti eða við sérstök tilefni þá eru Clip In mjög gott að eiga.  Yfirleitt eru klemmurnar festar á mjög svipaða staði í hárið hvert skipti sem þeim smellt er í.  Ekki er ráðlagt að sofa með Clip In í sér. 
Þú ert að sjálfssögðu velkomin í verslun okkar á 3 hæðinni í Kringlunni að skoða úrvalið og muninn á öllum valkostum sem við höfum uppá að bjóða fyrir þig - hvort sem er Clip In eða fastar hárlengingar.