Ertu að hugsa málið? Hjá okkur stendur vinnan, gæðin, þekkingin & þjónustan fyrir sínu.

 

Að fá sér hárlengingu er ekki létt ákvörðun fyrir margar sem eru að spá í að fá sér þykkingu eða lengingu í hárið.  Það stendur margt til boða & stundum erfitt að taka ákvörðun um hvert skal fara í hárlengingu, en athuga skal að hárlengingar eru ekki kenndar í hárgreiðslunámi hérlendis & ekkert tengt hárlengingum er á námsskrá í því iðnnámi.  Þú getur alltaf haldið þig við hárgreiðslustofuna þína eða fengið leiðbeiningar um hvert er gott að fara í litun og slíkt.


Hérna eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga ef þú ert að hugsa um að fá þér hárlengingu:

Tilgangur hárlenginga er margvíslegur; hægt er að þykkja hárið, auka sídd & fyllingu, breyta lit á hárinu & búa til ombre (ljósara í endana) & eða strípuhreyfingu án þess að þurfi að lita hárið þitt, það er allt gert eftir þínum óskum.

Ef þér er annt um hárið þitt ekki spara þér örfáa þúsundkalla & fara til óreyndra aðila, eða í heimahús, því fylgir yfirleitt engin ábyrgð - hvorki á vinnu þess sem setur hárið í, né á hárinu sjálfu og gæti verið erfitt að ná í viðkomandi ef þig vantar hjálp með hárlenginguna þína.  Leitaðu alltaf til þeirra sem hafa reynslu.  Ráðleggingar á internetinu eru mjög varasamar & að fara eftir ráðleggingum frá einhverjum sem hefur mjög takmarkaða eða jafnvel enga þekkingu getur haft mjög slæmar, varanlegar afleiðingar fyrir hárið þitt.

Það er líka alltaf gott að spurja að öllu sem þú vilt vita & jafnvel fara á staðinn og skoða,  td getum við sýnt þér hvað við gerum & hvernig við gerum (hvernig hárið er td eftir að tekið er úr á réttan hátt)  gott er líka að ræða við vinkonu/kunningja hvert hún hefur farið í hárlengingar.  

Það tekur ekki langan tíma að koma umhirðunni á hárlengingunni í rútínu með hárinu þínu. 

Hágæða hár er selt eftir þyngd, í mörgum hárlengingum sem gerðar eru hér á Íslandi er notað mjög þunnt hár sem þýðir að til þess að hárlengingin sé falleg þarf helmingi meira magn af hári svo hárlengingin sé eðlilega þykk & líti eðlilega út.

Hárlenginguna þarf að hugsa vel um & fara alveg eftir leiðbeiningunum - það er algerlega undir hverri & einni komið að gera það.  Gott er líka að hafa í huga að ef einhverjar spurningar eru að ekki hika við að hringja eða koma við hjá okkur, við erum til þess að hjálpa & ráðleggja þér ef eitthvað er & viljum benda á að síminn 772 4997 er opinn öll kvöld til klukkan 22 & vertu ófeimin við að nýta þér það.

 

Hérna eru nokkur atriði sem ber að varast ef þú ert að hugsa um að fá þér hárlengingu:

Ef þér er annt um hárið þitt ekki spara þér örfáa þúsundkalla & fara til óreyndra aðila, eða í heimahús, því fylgir yfirleitt engin ábyrgð - hvorki á vinnu þess sem setur hárið í, né á hárinu sjálfu og gæti verið erfitt að ná í viðkomandi ef þig vantar hjálp með hárlenginguna þína.  Leitaðu alltaf til þeirra sem hafa reynslu, það er ekkert skemmtilegt að enda með hárið í steik eftir að hafa verið í tilraunastarfsemi.  Ráðleggingar á internetinu eru mjög varasamar & að fara eftir ráðleggingum frá einhverjum sem hefur mjög takmarkaða eða jafnvel enga þekkingu getur haft mjög slæmar, varanlegar afleiðingar fyrir hárið þitt.

 

Ekta hár þolir hæðsta hita af sléttu & krullujárnum.  Til að ganga úr skugga um að það sé 100% ekta þá geturðu beðið um að einfalt próf sé gert áður en lengingin er sett í þig: Taktu heitt sléttijárn sem er stillt á hæðsta hita, klemmdu hárið í að minnsta kosti 5 sekúndur.  Ef það kemur brunalykt eða hárið verður hart (eins og það hafi bráðnað saman) þar sem sléttijárnið var er hárið ekki 100% ekta mannshár. 

Ef hárið er 100% má lita það með föstum lit.

Skoðaðu myndir af hárlengingum sem aðilinn hefur gert - fyrir & eftir myndir án þess að sé búið að laga þær með filter eða öðrum tæknitrixum.  Ekki taka mark á myndum sem hafa verið teknar erlendis frá eða beint af erlendum netsíðum í auglýsingaskyni, þó að kona sé með flott hár á mynd þarf ekki að vera að hún sé með hárlengingu eftir viðkomandi!  Allar myndirnar okkar eru af hárlengingum sem við höfum gert - ekki beint úr myndabönkum eða af internetinu.

Hárlengingahár í góðum gæðum á EKKI að vera örþunnt neðst, það er fyrsta merki um mjög léleg gæði hársins sem er notað í lenginguna, þá er hárlengingahárið þykkt efst & er mikið þynnra neðst.  Einnig er sjáanlega mikið brot á hárinu, sem sagt að hárlengingahárið brotnar óvenjumikið.

Sérðu muninn?

Taktu eftir þykktarmun neðst á lokkunum

Efsti lokkurinn er 2 mánaða gamall frá annari stofu sem segir að það hár sé innflutt frá Brasilíu, lokkurinn í miðjunni er frá okkur 2 mánaða gamall, neðsti lokkurinn er 2 vikna gamall frá sömu stofu og efsti lokkurinn.  Hárið sem er efsti og neðsti lokkurinn er greinilega búið að brotna mjög mikið. Takið líka eftir muninum á þykktinni á hárinu.  Eins & stendur hér að ofan, hár er selt í grömmum :)

Við höfum fengið óvenjumargar spurningar með festingar sem virðast vera kynntar sem siliconfestingar, en það er ekkert til sem heitir siliconfestingar, nema járn eða koparfestingar sem eru siliconhúðaðar að innan. Langskemmtilegast er að heyra þegar talað er um að keratin fari illa með hárið, það gæti ekki verið meira vitlaust.  Alltaf fleiri og fleiri stofur bjóða uppá slíkar sléttimeðferðir og sífellt fleiri framleiðendur hársnyrtivara nota keratin í vörurnar sínar.  Hárlengingar eru yfirleitt for-festar saman í endann með annaðhvort plasti eða keratini.Fáðu að sjá - ef þú ert ekki viss - skoðaðu áður en þú kaupir!  Komdu á staðinn, skoðaðu, spurðu allra spurninga sem þú hefur að spyrja. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Berum virðingu fyrir tíma hvors annars :)

Við viljum vinsamlega benda ykkur á að afpanta þá með að minnsta kosti 8 klst fyrirvara - tilkynna þarf veikindi fyrir kl 9 á þeim degi sem tíminn er með því að senda sms í síma 7724997.  Ef ekki er mætt í bókaðan tíma sem búið er að staðfesta með sms eða tilkynnt er um forföll of seint þá áskilur Hárlengingar.is sér að innheimta skrópgjald sem nemur helming af þeirri þjónustu sem pantað er í samkvæmt verðskrá, skrópgjald er þó aldrei lægra en 5000 kr.  Starfsfólk okkar tekur frá tíma fyrir þig, til þess að þjónusta þig sem allrabest og það er ekkert leiðinlegra en að vera búin að neita öðru fólki um tímann sem þú mættir ekki í :)