Hvað viðskiptavinir okkar hafa að segja

 

 

Ég hef verið með frá ykkur & einnig öðrum, ykkar lengingar hafa ennst lengur en hinar. Hárlengingarnar sem ég fékk annarsstaðar frá duttu úr mjög fljótlega en ég var með ykkar í marga mánuði. Festingarnar ykkar eru betri að mínu mati & hárið eðlilegra. Að mínu mati skemmir þetta ekki hárið en það er margt annað sem þú gerir við hárið sem fer verr með það en að setja í það lengingar. Mín reynsla er sú að hárið mitt óx meira því að það fékk að vaxa í friði & ég var búin að reyna lengi að safna. Ég er sjálf með mjög þunnt hár & vildi fá meiri fyllingu & sídd. Ég mæli frekar með því en á móti, lykillinn er að fara eftir leiðbeiningunum, hugsa vel um hárið, nota réttu vörurnar sem Hárlengingar.is mæla með þá endast hárlengingarnar lengur & fara ekkert illa með hárið. Ég hef mælt með ykkur & vísað þeim til ykkar sem vilja fá sér hárlengingar því ég fékk góða þjónustu, gott viðmót & þið eruð með einstaklega skemmtilegt starfsfólk.

Helga Guðrún, kennari í hárgreiðslu, eigandi hárgreiðslustofu & hefur verið í háriðnaðinum síðan 1997

 

 

Ég heiti Rúrí og er menntuð hárgreiðslusveinn.  Ég hef oft verið með hárlengingar frá Hárlengingar.is og þær eru æðislegar.
Þær haldast mjög vel í og eru vel og vandlega festar og mjög eðlilegar og falla vel inn í þitt eigið hár.
Það er mjög auðvelt að halda hárinu fallegu, greiða það og hirða, hvort sem það er að slétta, blása, krulla eða setja upp.
Þær eru bæði frábærar til að lengja og eins til að þykkja hárið ef það er fíngert eða þunnt.
Það er líka bara svo frábært að koma til þeirra, hlýleg og falleg stofa og andrúmsloftið frábært.
Takk fyrir mig...

 

 

Heiða Þórðardóttir: Hef síðastliðinn ár fengið mér hárlengingar af og til. Á hinum ýmsu stöðum, bæði hjá fagaðilum á viðurkenndum hárgreiðslustofum sem og heima hjá þar til lærðum dömum.  Fullyrði að engin stofa, ekkert hár, engin þjónusta og fagmennska varðandi val á hárvörum og umhirðu kemst í hálfkvisti við www.harlengingar.is  Mín fyrri reynsla var að lokkarnir dugðu skemur, hárið varð matt og útþvælt eftir einn eða tvo hárþvotta. Svo ég minnist ekki ógrátandi á svefnlausu næturnar í það minnsta 7 daga á eftir, festinga sem voru ýmist úr stáli eða einhverju öðru drasli. Sértu í leit að þykkara og fallegra hári (eða síðara) mæli ég hiklaust með stelpunum á hárlengingar.is Farir þú eftir leiðbeiningum þeirra varðandi meðferð hársins, notar réttar hárvörur, finnur þú aldrei fyrir því að þú sért með lengingar/þykkingar. Topp þjónusta og fagleg!

-Heiða Þórðardóttir blaðamaður

 

 

Anna Líney:  Ég fékk mér hárlengingar fyrir fitnessmót sem ég keppti í.
Ég var ekkert smá ánægð með þær
og þær gerðu ekkert smá mikið fyrir hárið mitt.
Ég var með þær í hárinu í sirka 3 mánuði og það var aldrei neitt vesen
voru ekkert að losna eða neitt þess háttar, ég mun alveg pottþétt fá mér
svona aftur. En þjónustan hjá þeim er lika æði og það er það sem skiptir svo
miklu máli að manni langi að koma aftur.
Svo ég mæli alveg með þvi að þeim stelpum sem langar í sítt og fallegt hár láti verða
að því.
-Anna Líney fitnesskeppandi

 

 

Hanna Rún:

Ég hef nú bara ekkert nema gott um ykkur að segja, ég hef prófað að fara í hárlengingar á öðrum stöðum áður og þar hafa lengingarnar verið miklu dýrari ,endinginn var engin og mér fannst hárið lélegra, matt og ljótt. Þegar ég kom til ykkar fyrst ætlaði ég ekki að trúa því hvað þetta kostaði ...þetta var svo ódýrt , lengingarnar héldust svo vel og mér fannt hárið líka miklu fallegra , það töluðu allir um hvað hárið á mér væri flott og ég var ekkert smá ánægð. Svo fór ég aftur til ykkar og alltaf endist hárið jafn vel .. ekki einn lokkur dottin úr og hárið alltaf jafn fallegt... (og ég er að fara að koma aftur ;) ég er óóótrúlega ánægð bæði með hárið sjálft og tala nú ekki um þjónustuna, eeelska að koma til ykkar:) Þegar ég kom fyrst leið mér eins og ég hafði alltaf verið hjá ykkur og alltaf þekkt ykkur :D Þið eruð æði og þegar fólk spyr mig hvar ég fái mínar hárlengingar þá bendi ég alltaf á ykkur og segi stelponum að fara á Hárlengingar.is EKKI SPURNING!!!!! Takk æðislega fyrir mig :*
Kær kveðja Hanna :D - Hanna Rún dansari

 

 

Sigurhanna Ágústa:

Mín reynsla er góð.. Ég er búin að vera með hárlengingarnar frá ykkur/þér í 3 ár. Engin skallablettur hefur komið  og ég er rosalega ánægð.. Verð ánægðari með tímanum. Ég hætti að nota hárlengingar í 1 mánuð til að hvíla hárið og ég gat ekki beðið eftir að fá aftur.. Ég er lang sáttust með þær sem ég fékk síðast enda er ég líka að fara eftir öllu sem á að gera samband við hárið.. Ekkert kæruleysi ;) Ég er líka búin að smita flestar vínkonu mínar og þær eru mjög sáttar. Mér dettur ekki í hug að hætta, þetta er orðin partur af mér !

 

 

Íris Tara:

Búin að vera með hárlengingar núna frá hárlengingar.is í eitt og hálft ár, er hrikalega ánægð og myndi aldrei fara neitt annað. hárið er mjög þykkt og fallegt og ég hef aldrei misst úr lokk. Svo eru þær með miklu betri verð en þú finnur annars staðar og svo gaman að koma til þeirra hressar stelpur og góð þjónusta! Takk fyrir mig Ásta og sjáumst fljótlega :)

 

 

Svana Ingvadóttir:

Ég hef prófað nokkrar týpur af hárlengingum, bæði lengjur og lokka. Þessi hárlenging er sú þykkasta og fallegasta sem ég hef verið með og flækist ekki. Það er vel tekið á móti manni og stelpurnar eru snöggar að setja lenginguna í. Svo er verðið náttúrulega bara fáránlega gott, fæst hvergi annars staðar þessi gæði fyrir þetta verð. Ég er flutt út og finnst virkilega svekkjandi að geta ekki haldið þessu við hjá www.harlengingar.is kostar jafn mikið eða minna að kaupa flugmiða til Íslands og láta laga sig þar heldur en að láta gera þetta hérna. Ég og vinkonur mínar sem höfum farið þangað erum allar alveg virkilega ánægðar.

 

 

Hanna Kristín:

Ég hef af og til í gegnum árin fengið mér hárlengingar frá Ástu og hef alltaf verið sjúklega ánægð með hárið.. það helst mjúkt, glansandi og óflækt og ekki einn einasti lokkur dettur úr nokkrum sinni. Ég hef fengið mér annars staðar og þá var hárið eins og vírafækja og alveg ómögulegt... og jesús.. allt í dreads... :) en hjá Ástu þá er þetta bara í góðu lagi... hárið helst lengi og er fallegt allan tímann...það sem er svo gott við það vera kúnni hjá Ástu að það eru aldrei nein vandamál hún bara kippir málunum í lag... no problem attitudið hennar er það sem heldur manni ekki síður.

Hanna Kristín snyrtimeistari

 

Karen Petra:

mér finnst þetta frábært :D ég hef einu sinni verið með hárlengingar áður og mér leist ekki á þær en þegar ég kom til þín var ég rosa sátt í bæði skiptin og er að safna til að fá mér aftur :D

Karen Petra nemi

 

Sara Yvonne:

Ég er búin að vera með hárlengingar frá hárlengingingar.is í rúmlega 3 ár. Þetta eru einu hárlengingarnar sem ég hef prófað og hef aldrei fundist nein ástæða til að prufa neitt annað þar sem ég hef alltaf verið ánægð, flott hár, góð gæði, gott verð og ekki skemmir hvað Ásta og allar hinar sem vinna þarna eru æðislegar! :)

Sara Yvonne dansari

 

Alexandra Klara:

 Ég er búin að fara til Ástu í rúm 4 ár og hef alltaf labbað út mjög ánægð .. hárið er mjög gott og aldrei neitt vesen. Það er hægt að lita, slétta, krulla það og hárið verður enþá í fínu lagi og verður aldrei svona gervilegt eins og hjá mörgum. Þjónustan er frábær í alla staði, mæli eindreigið með hárlengingum frá Harlengingar.is, færð hvergi hárlengingar í þessum gæðum á eins góðu verði og hjá þeim :)

 

Katrín Dröfn Bridde:

Hef verið með hárlengingar í síðan 2009. Fór fyrst til eh konu og var ekki sátt. Þar sem að hún setti það liggur við í höfuðleðrið á mér og var ekki sátt, klippti þær úr og svo setti Vinkona mín alltaf í mig svo frá árinu 2010, sem endaði með að ég fékk svo ofnæmi undan svarta hárlitnum og þurfti að krúnuraka mig, sem var mikill missir fyrir mig þar sem ég hef aldrei klippt hárið á mér stutt, þurfti svo að safna hári aftur og kom á Hárlenginar.is allavegana 2x sinnum í mánuði í nokkra mánuði því ( ég var að missa þolinmæðina að vera með varla hár og gekk með hárkollu hahaha eða húfu) og suðaði að fá lengingu hjá þeim, en þurfti að bíða þar til síddin á hárinu væri orðin nóg til þess að fá lengingu. Þær kölluðu mig alltaf "stelpuna með húfuna" sem mér fannst algjör snilld :)
Loksins var hárið orðið nógu og sítt og björguðu sætu stelpurnar mínar á Hárlengingar.is mér og hef ég bara viljað að koma til þeirra þar sem ég er ánægð með hárið og ísetninguna eins og hún leggur sig. Ótrúlega góð þjónusta og klárlega fagfólk og ekki skemmir fyrir hvað þær eru ótrúlega skemmtilegar líka. Fer klárlega ekkert annað héðan af. Þær vita hvað þær eru að gera.
Bestu kveðjur
Kata "stelpan með húfuna" :)

 

Þórdís Jakobsdóttir:

Reynslan mín er alveg frábær er alveg svakalega ánægð með þetta það er svo auðvelt að eiga við það endingin mjög góð ofboðslega eðlilegt og bara í alla staði mjög ánægð:) get ekki líst því neitt betur mæli hiklaust með ykkur við hvern sem er:)
 

Þórdís Jakobsdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Ametyst hár og förðunarstofu

 

Kristín Egilsdóttir:

Ég er þannig týpa að mér langar alltaf að fá mer hárlengingar og hef ég prufað margar týpur, lengurnar, clipsin en eftir að eg fór til stelpnanna í hárlengingar.is fyrir íslandsmótið i fitness 2010 var eg í skýjunum eg með frekar gróft hár og þetta hár sem þær voru með var alveg að gera sig,mjög viðráðanlegt ekkert mál að greiða það ,flækist ekkert,og ekki gervilegt sem að margar lengingar verða stundum á mörgum stelpum sérstaklega ef það er illa gert og ekki klippt til . Þær eru með allar týpur og liti og lengd af hári .
Og ekki skemmir að þær segja þér nákvæmlega hvaða efni þú att að nota í það og hvernig þú meðhöndlar hárið sem skiptir mjög miklu máli uppá hvað það endist lengi og hve lengi það verður fallegt ,þær eru snillingar að taka ísetninguna úr og í,og ekki lengi að þessu þessar skvísur.
Mæli hiklaust með að þú kikir a þessar stelpur þvi þær vita hvað þær eru að gera. Og ekki skemmir hvað það er gaman að koma til þeirra.
Bestu lengingarnar á klakanum

Bestu kveðjur Kristín Egilsdóttir Hárgreiðslumeistari :):)

 

Dagný Sif:

Ég hef prófað hárlengingar á tveimur stöðum áður en ég prófaði hárlengingar.is. Ég var með lengingu í mér frá konu í Kópavoginum sem ég var búin að vera með í 2 mánuði þegar ég leitaði til hárlengingar.is. Hárið mitt var í rústi eftir konuna í Kópavoginum, hún notaði gerfihár og festingarnar voru ógeðslegar og hárið mitt var bara einn risa hnútur. Stelpurnar hjá hárlengingar.is björguðu hárinu mínu. Hárið frá þeim er mjög raunverulegt, þykkt, fallegt, lengingin blandast mínu eigin hári alveg fullkomnlega og það er ekkert mál að ráða við lenginguna. Það er ekki hægt að biðja um meira! Stelpurnar hjá hárlengingar.is eru frábærar þær eru mjög faglegar með rosalega gott viðmót. Þær eru fagmenn sem hafa það að leiðarljósi að gera kúnna sína einstaklega ánægða. Takk stelpur kærlega fyrir mig, ég verð án efa fastakúnni um ókomin ár

Dagný Sif

 

Einý Gunnarsdóttir:

Ég fékk mínar fyrstu alvöru hárlengingar hjá Hárlengingar.is fyrir fitness mótið Arnold Classic í Bandaríkjunum 2011. Ég hef alltaf notað clip-in hárlengingar sem að maður festir undir hárið og tekur svo úr sama dag vegna þess að ég hélt alltaf að það væri svo mikið mál að vera með alvöru hárlengingar. Það var allt annað líf að vera með alvöru hárlengingar á mótinu. Hárið mitt var svo miklu fallegra og svo miklu náttúrulegra en þegar ég var með clip-in hárlengingarnar. Svo þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af því að það myndi detta úr. Minnsta mál að blása hárið og greiða það alveg eins og ég vil hafa það.
Ég er ótrúlega ánægð með hárlengingarnar frá hárlengingar.is. Mér finnst það lítið mál að vera með þær, mér finnst hárið halda sér vel og svo sakar það ekki hvað mér líður ótrúlega vel með svona fallegt og þykkt hár. Ég mæli eindregið með hárlengingunum frá Hárlengingar.is. Ótrúlega góð og fagmannleg þjónusta!

 

 

Sif Sveinsdóttir:

Ég hef verið með hárlengingarnar frá þeim hjá hárlengingar.is núna í hálft ár og verð að segja að ég er afar hamingjusöm með hárið á mér þennan tíma.
Ég fór til Bandaríkjanna og Noregs að keppa á fitnessmótum og verð að segja að þetta toppaði alveg ,,lookið´´ á sviðinu að vera með góðar hárlengingar. Þar fyrir utan er ég að æfa tvisvar á dag og mér finnst ekkert mál að eiga við hárið. Alveg eins og mitt eigið hár og hef aðeins þurft að fara einu sinni á þessum tíma í lagfæringu sem verður að teljast ansi gott.
Nú hef ég sjálf unnið í hárgreiðslubransanum og bæði sett lengingar í og verið með flestar tegundir hárlenginga í mínu hári og verð að segja að þetta eru án nokkurs vafa þær bestu sem ég hef haft. Bæði er hárið mjög gott og stelpurnar hjá hárlengingar.is kunna sitt fag við að festa þær í þannig að þær séu þægilegar og sjáist ekki neitt, jafnframt er endingin ótrúleg.
Þú færð góð ráð um það hvernig á að halda hárinu sem bestu og hvaða efni skal nota í hárið og þær hafa öll svör við því sem þarf að vita sambandi við umhirðu hársins til að það haldist sem best og lengst.
Myndi ekki mæla með neinum öðrum stofum í þetta. Klárlega besta hárið og móttökurnar hjá stelpunum alltaf svo góðar. Virkilega skemmtilegt að koma til þeirra og þær hugsa vel um kúnnana sína.

Bestu lengingarnar á landinu.

M.b.kv.
Sif Sveinsdóttir

 

Ásta Sveinsdóttir:

Ég hafði alltaf verið með fordóma gagnvart lengingum enda sá ég þær alltaf eins og skot og fannst þetta gervilegt. Ég síðan hitti frænku mína og fór að spurja hana út í fallega síða hárið sem hún var allt í einu komin með. "Ásta ég er sko með lengingu!!" ... ég varð alveg steinhissa og hún líka af því að ég hafði alltaf nappað hana áður. Ég fór að skoða hárið og festingarnar og heillaðist. Ég ákvað að slaka á fordómunum og prufa sjálf. Ég sé sko ekki eftir því. Ég elska á mér hárið. Enginn sér að ég er með lengingu -ég gleymi því meira að segja stundum sjálf. Mér kvíður bara fyrir að þurfa að taka þær úr ;) Mæli hiklaust með Harlengingar.is

Ásta Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari og athafnakona

 

 

Jóna Lind Helgadóttir:

Ég hef verið með hár frá ykkur nokkrum sinnum og er alltaf jafn ánægð með þær. Sama hversu oft ég lita þær, blæs eða slétta þá líta þær alltaf jafn vel út, mjög endinga góðar. Ég er sjálf með mjög stutt hár en það er ekki nokkur leið að sjá að ég sé með lengingar. Hef áður verið með mottu lengingar en lokkarnir er mun flottari. Enda er Ásta mjög góð í sínu fagi!!!
Mjög góð þjónusta og mæli ég eindregið með Hárlengingar.is =)

Jóna Lind hárgreiðslunemi

 

 

Alda Jónasdóttir:

Hárið frá Hárlengingar.is er flottasta hár sem ég hef nokkurtiman verið með rosalega raunverulegt og mjög gaman að gera eithvað við það ég mæli alveg hiklaust með hárinu frá Hárlengingar.is

 

 

Ranný Kramer:

Ég hef verið með hárlengingar frá harlengingar.is í tæp tvö ár og líkar mjöööög vel. Fékk fystu hárlengingarnar á stofu sem er fær í lengjum, en mér líkað lengjurnar frá harlengingar.is mun betur.
Fannst hinar detta meira í ströngla sem er ekki að gerast með þessar lengjur.
Ég blæs hárið á hverjum einasta degi því ég æfi 6x í viku og hárið er alltaf eins mjög viðráðanlegt. Ég er með mun styttra hár en lengjurnar eru og því get ég fullyrt að þetta er mjög raunverulegt og illmögulegt að sjá að þetta sé aukahár. :)
Ég krulla það líka stundum og það kemur ekkert smá flott út, hef t.d alltaf krullað það fyrir fitnesskeppnirnar.
Ég hef líka litað suma lokkana dökka sem virkar mjög vel, en ég aflita ekki ofan í ljósu það er bannað. :)
Þjónustan er mjög góð og aldrei mál að láta laga ef ég vil færa lokk sem hefur lent óvart of framarlega eða annað slíkt.
Mæli eindregið með harlengingar.is
Vil benda á að það er BANNAÐ að slíta hárið úr sjálfur því þá er maður á góðri leið með að skemma eigið hár. Þetta á að taka úr hjá þeim, finn einmitt mikinn mun á hversu varlega lengjurnar eru teknar úr hjá þeim m.v á stofunni þar sem mér fannst hárið á mér vera reitt með greiðunni. Finn engan mun á hárinu á mér eftir þessa tveggja ára notkun á lengjum. Muna að fylgja leiðbeiningum um hárið. :)

 

Anna Ýr Johnson:

Frábær þjónusta og hárið geðveikt! Mæli með www.harlengingum.is tvímælalaust :-)

 

Margrét Elíasdóttir:

Ég hef alveg æðislega reynslu af hárinu frá ykkur veit ekki með hár á öðrum en ég virðist ekki missa neinn lokk fyrr en eftir 3-4 mánuði sem að ég myndi segja að væri MJÖG góð ending.Líka hefur fólk ekki haldið að ég sé með lengingu vegna þess hvað liturinn er alveg eins og mitt hár svo að ég myndi hiklaust mæla með ykkur og líka hvað það er gott að koma til ykkar:)

 

 Vala Hauksdóttir:

 Ég er búin að vera í hári hjá henni Ástu minni ;) síðan í apríl 2009. Hún er með frábæra þjónustu og ofboðslega gott hár ( besta hárlengingin í bænum)ég hlakka alltaf til að fara til hennar því ég verð alltaf jafn ánægð með það sem hún gerir.Ég sagði einmitt við hana síðast þegar ég var hjá henni að ég yrði svona eilífðar kúnni. Takk elsku Ásta mín þú ert best ;)

 

Hugrún Árnadóttir:

ég er rosalega ánægð með hárið mitt, enginn lokkur dottið úr og það heldur sér rosalega vel..takk kærlega fyrir mig sjáumst fljótt aftur :)

 

Arney Lind Helgadóttir:

ég er alveg rosalega ánægð með hárið frá ykkur , það er mjög náttúrulegt og fólk tekur ekki eftir þvi að ég sé með lengingar nema að ég segi frá þvi, ég mæli tvímælalaust með ykkur. Þjónustan er bæði góð, skemmtilegt starfsfólk og ráðlegingarnar sem að maður fær er lika góðar. Hárið helst alltaf silki mjúkt og eg hef enn ekki misst einn einasta lokk og er ég búin að vera með lengingarnar i c.a. 2 mánuði , Þakka æðislega fyrir mig ; Arney Lind Helgadóttir =)

 

Ásdís Inga Kolbrúnardóttir:

Mig hafði alltaf langað í sítt hár og fór í hárlengingar í Kópavog til konu þar. Var rosa spennt að fá sítt hár og kom til hennar þá í fyrsta lagi byrjaði hún að reyna að bulla einhvað um það að við hefðum sagst vera með brúnt hár ( en erum báðar ég og frænka mín búnar að vera með svart hár í mörg ár ) og setti í okkur brúnar lengingar sem við urðum svo bara að lita sjálfar. Frænka mín lét taka þær úr sér eftir mánuð og ég þrjóskaðist einhvað lengur við þanga til ég tók þær úr mér sjálf þetta var orðið svo hrillilega ljótt, eftir þetta ætlaði ég ekki að fara aftur í hárlengingar en ákvað svo að prófa ða fara á hárlengingar.is. Ég pantaði tíma og fékk mjög góðar móttökur og ég hef bara aldrei verið jafn ánægð og þegar þetta var komið í, hárið var þykkt og flott og það sást ekki á því að það væru lengingar í hárinu. Plús það að ég fékk góða þjónustu enda eru þær sem eru með þetta yndislegar og gera allt til að gera mann ánægðann :) ! Hárið mitt eyðilagðist ekkert og hefur ekki enn gert það og ég er búin að vera með lengingar frá þeim í dálítinn tíma. Ég er mjög ánægð og hvet alla til að panta tíma hjá þeim í staðin fyrir að fara annað :)

 

Kristrún Ösp Barkardóttir:

Ég er mjög ánægð með lengingarnar og hef aldrei lent í neinu veseni, auðvelt að lita og gera hvað sem. endist lengi og mjög sátt!!  Ég er allavega þvílikt ánægð og klárlega besta lengingin sem ég hef vitað um! heyrt mikið af sögum af öðrum lengingum sem eru hræðilega ljótar og endast ekkert! en hef ekki heyrt neitt nema gott um lengingarnar hjá ykkur ! :)

 

Alda Áskelsdóttir:

Ég hef áður prufað hárlengingar og ekki haft góðar sögur af því að segja, var eiginlega orðin hálfpartinn á móti hárlengingum en ákvað þó að prufa einu sinni enn.. Það sem kom mér mest á óvart er hversu raunverulegt og fallegt hárið sjálft er, alls ekki svona gróft eins og maður sér oft í hárlengingum og þar af leiðandi blandast það mun betur við manns eigin hár og verður eðlilegra og fallegra fyrir vikið. Þjónustan og fagmennskan gerist ekki betri, 100 % fagmenn útí gegn sem vita ALLT um það sem þær eru að gera, engin "afþví bara" svör eins og maður lendir stundum í þegar fólk veit ekki alveg nóg um vöruna. Hárið skiptir mig miklu máli og ég myndi ekki láta mér detta það í hug að fara eitthvað annað ! ofur ánægður viðskiptavinur hér á ferð ! :)

kv. Alda eigandi Pardus hárgreiðslustofu

 

Valdís Rán Samúelsdóttir:

Ég hef verið með hárlengingar áður hef prófað mottur en það er svolítið síðan og ég var ekki alveg að fíla það.  Annars hef ég verið með lokka frá harlengingum.is í tæp 5 ár og er í skýjunum með hárið og frábæra þjónustu.  Alveg sama hvað ég hef að spurja um er ekkert mál fyrir þær á stofunni að svara því sem ég hef um að spurja.  Hárið er svo náttúrulegt og er ekkert mál að hugsa um það - ég fer ekkert annað íframtíðinni og segi bara takk fyrir mig!

 

Hrafnhildur Birgisdóttir:

Þið eruð yndislegar Ásta mín og vandvirkar með eindæmum,ég færi aldrey annað en til ykkar,hef séð ýmislegt en ómg stórslys hjá þeim sem ekki þekkja ykkur sorry fyrir þær.Þið eruð bestar love you.Þið eruð sko peningana virði það er pottþétt.Svo fáum við að vita allt sem við þurfum að vita um viðhald,sjampó,hvernig við greiðum hárið og allt. Lang bestar í bransanum í dag knússss í ykkar hússssss

 

Aníta Rós Aradóttir:

Ég var búin að vera að fara í hárlengingar hingað og þangað, og alltaf var eitthvað vesen! Hárið brotnaði,styttist, flæktist, lokkarnir hrundu úr eins og enginn væri morgundagurinn sumt varð svo þurrt að það var eins og bómull. Einnig var ég komin með mjög mikla skallabletti eftir lengingar sem ég hafði fengið. Sumar sem höfðu selt mér þessar lengingar vissi alveg upp á sig skömmina og létu mann borga 30-40 þúsund fyrir hár sem var ónýtt á 2 vikum, og endist í mestalagi í 1 mánuð. Svo vildu þær ekkert laga þetta eða borga til baka, kenndu bara kúnnanum um að hárið væri orðið svona. Þetta var orðið mjög þreytandi og ég var alveg að gefast upp á því að geta verið með sítt hár þegar ég sá auglýsingu frá ,,Hárlengingar fyrir þig“ hjá henni Ástu og co. Núna hef ég verið að fara þangað í kringum 2 ár og hef aldrei verið eins ánægð með hárið mitt og núna Það er alltaf sítt og brotnar ekkert, silkimjúkt , fer ekkert illa með mitt eigið hár og það hefur verið að endast allt að í 6 mánuði án þess að fara í lagfæringu sem er alveg hreint frábært. Einnig er þjónustan fyrsta flokks! Aldrei vesen að fá tíma, alltaf tilbúnar að laga, hjálpa eða veita ráð…og síðast en ekki síst mjög skemmtilegar stelpur sem gaman er að fara í lengingar til. Ég mæli hiklaust með www.harlengingar.is :)

 

Kristbjörg Elín:

Myndi ekki fara neitt annað!!! Hef aldrei verið með jafn fallegt hár og það er ekki nokkur leið að fólk sjái muninn á hárinu á mér og lengingunum.. Góð þjónusta og alltaf svör við öllum spurningum!! Takk æðislega og hlakka til að sjá þig næst;)

 

Kristín Alexandra:

Þvílíkt góð þjónusta og Ásta þú er æði ;) Er alltaf jafn ánægð mér hárið á mér og þegar ég segji fólki að ég sé með hárleningar þá er það alveg hissa útaf því það sést ekkert ;D Rosalega vel gert miða við MARGA sem gera mistök og vilja svo ekkert taka ábyrgðina á sig...Mæli BARA með ykkur og mun ekki breyta því :)

 

Birna Mjöll:

Geðveikt flottar lengingar!!!
Hárið er mjög fallegt, klárlega ekta hárt og festingarnar fara ekkert illa með hárið. Ég kem pottþétt aftur!!!
Kv: Birna MJöll

 

Hilma Pétursdóttir:

Ég hef verið með hárlengingu frá hárlengingar.is í rúmlega ár og er mjög ánægð. Mín lenging er mjög flott og heldur sér mjög vel og það eina sem hárið mitt gerir er að vaxa og það skemmist ekki. Til að hárið verði fallegt og skemmist ekki læturu setja lengingarnar í og taka þær úr og uppfæra hjá fagmanni, nota sérstakar hárvörur og svínshárabursta. Það skiptir miklu máli að sofa alltaf með hárið í fléttu og blása strax eftir að hafa þvegið það og sjálfsögðu nota hitavörn.

Ég fer í lagfæringu á 2-3 mánaðafresti og missi aldrei meira en 5-10 lokka úr á þeim tíma, og er það aðalega vegna þess að ég hef rekið sléttujárnið í festinguna.

Mér finnst hárið mitt vera þykkt og nátturulegt í útliti.

Ég myndi bara slá til ef ég væri þú og muna að hugsaðu vel um hárið ;)

 

Andrea Borgarsdóttir:

ekkert smá ánægð með hárið..big love:) þjónustan er líka æði,hefur alltaf bjargað mér ef eitthvað kemur upp á .þannig þjónustan er alveg topp hjá ykkur:)

 

Hafdís Vera Emilsdóttir:

ég er búin að vera með lengingu frá ykkur i eitt og hálft ár og mér finnst það alltaf jafn gott ég hef verið með leingingar fá öðrum og var ekki að fila það nógu vel svo finnst mer þjónustan æðisleg..

 

Sunnefa Hildur:

Get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægð með hárlengingarnar frá hárlengingar.is ! Fékk fyrst hárlengingar hjá konu í Kópavogi og það endaði hræðilega og var búin að taka lengingarnar úr eftir mánuð. Svo ákvað ég að prufa aftur að fá mér lengingar og fór til hárlengingar.is og það var bara allt annað líf! Er núna búin að vera með lengingar frá þeim í tæpt ár og hef aldrei lennt í veseni með það :) Ekkert mál að slétta það, krulla það, lita það og bara hvað sem er. Oft fengið hrós fyrir það hvað hárið er eðlilegt og það sjáist ekkert að ég sé með lengingar. Svo taka þær alltaf vel á móti manni og eru ekkert nema yndislegar ! :)

 

Bryndís Kristinsdóttir:

Ég er nú hárgreiðslusveinn og er búin að vera í 4 ár og hef sjálf verið að gera hárlengingar og fara í allskonar lengingar og verið með allskonar hár sem maður smellir í sig sjálfur og það er BARA vesen!!
Hárið frá ykkur er klárlega það BESTA sem ég hef prufað og ég er búin að prufa mikið !!!
Og ekki er bara hárið og festingarnar sem er svona gott heldur er það líka þjónustan sem maður fær frá ykkur, það er yndislegt að koma til ykkar og ef það er eitthvað að lengingunum t.d. ( á vitlausum stað, einn lokkur farinn, mætti vera þykkra hárið, bara eitthvað svo sem, bara taka sem dæmi) þá er því bara reddað eins og skot ekkert verið að tala í kringum hlutina bara kippt þessu í lag ;)
Svo er þetta bara alltof ódýrt miðavið gæðin er 100% ánægð með hárið mitt og þjónustuna sem ég fæ frá þessum yndislegu stelpum ;)

 

Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir:

Ég er mjög ánægð með lenginguna mína frá hárlengingar og hef fengið mörg frábær hrósi vegna þeirra. Mér líður mun betur með falleg heilbrygt hár heldur en mitt stutta hehe :p Ásta er MJÖG fær í sínu fagi og get ég ekkert sagt nema bara GOTT um hennar vinnu og frábæru vörur sem hún er með til sölu :) Án efa BESTU lengingar sem ég hefhaft  litað, krullað, slétt og hárið alltaf jafn fallegt :)
Þjónustan hjá þeim er með einstöku góð. Alltaf til í að gera manni greiða og taka mann inn til sín hvenær sem er. Bið eftir tíma lítil og gaman að koma til þeirra :)

 

Sigríður Þorbjörnsdóttir:

 

Ég er búin að fara til ,,hárlengingar fyrir þig" í þó nokkurn tíma og gæti ekki hugsað mér að fara neitt annað í hárlengingu en til þeirra. Hárið er frábært, flækist ekki og getur gert allt sem þú vilt við það. Það endist líka alveg ótrúlega lengi og er alls ekki dýrt. Þjónustan er einnig alveg upp á 10. Þú færð frábærar mótökur og stelpurnar vita allt sem þú vilt vita um hárið þitt og eru alveg hreinskilnar :) Ég mæli alveg 100% með ,,hárlengingum fyrir þig" og það er alveg öruggt að þú ferð þaðan út sátt og ánægð.

 

Erna Karen:

 

Ég hef verið með hárlenginar í mörg ár fyrstu árin frá öðum en frá ykkur sl ár. Hárið frá ykkur er rosalega eðlilegt og gott aldei neitt vesen :)
Hárið er hrikalega eðlilegt og engin leið að sjá að ég sé með hárlengingu þar sem þið eruð snillingar að blanda saman litum svo að allt sé sem eðlilegast.

Þjónustan hjá ykkur er klárlega sú besta í bænum :o)
Það er gott að koma til ykkar þar sem þið eruð allaf svo jákvæðar og gagnrýnislausar :)

Sjáumst fljótlega.

knús Erna 

 

Ellen Erla Erlingsdóttir:

 

Fyrsta skipti sem ég kom til þín fannst mér hárið mitt ekki alveg höndla þetta, þá var ég líka nýbúin að lita það mjög mikið á stuttum tíma, en í annað skipti var hárið búið að jafna sig og ég er mjög ánægð, hárið er mjög þykkt og flott svo ertu mjög vandvirk og fljót að setja í plús að lengingin helst vel í hárinu.
Ég kem aftur :)       

 

Inna Þorsteinsdóttir:

 

Ég elska hárleningarnar og Ástu og væri með akkúrat núna ef ég ætti fyrir því :D Hef verið með hárleningar frá henni í rúm tvö ár og dýrka þær! Mæli eindregið með þeim :)